Sport

Konurnar munu fá jafnmikið borgað og karlarnir fyrir árið 2027

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin pólska Iga Swiatek of Poland er besta tenniskona heims í dag og hér er hún með bikarinn fyrir sigur á Opna franska meistaramótinu á dögunum.
Hin pólska Iga Swiatek of Poland er besta tenniskona heims í dag og hér er hún með bikarinn fyrir sigur á Opna franska meistaramótinu á dögunum. Getty/Robert Prange

Tenniskonur hafa hingað til fengið lægra verðlaunafé en tenniskarlarnir en nú er komið á fullt átak í að breyta því á innan við fjórum árum.

Mótaröð Alþjóða tennissambandsins mun vinna að því að karlar og konur fá jafnmikið borgað fyrir árangur sinn og ekki aðeins á risamótunum heldur á öllum mótum WTA.

Markmiðið hefur verið sett á árið 2027 og þetta var sett formlega fram í fréttatilkynningu í gær.

Karlar og konur hafa staðið jöfn varðandi verðlaunafé á risamótunum fjórum, Opna ástralska, Opna franska, Wimbledon-mótinu og Opna bandaríska.

Það tók hins vegar þrjá áratugi til að fá það í gegn eftir að Alþjóða tennissamband kvenna var stofnað árið 1973.

Í byrjun verður byrjað að jafna verðlaunaféð á stærstu mótunum á eftir risamótunum fjórum en það eru mótin sem hafa WTA1000 og 500 merkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×