Mótið fer fram í Sviss að þessu sinni. Jón Þór er ein færasta skytta Íslands og á Íslandsmetið í 300 metra riffilskotfimi.
Keppt var í prone-stöðu, það er liggjandi. Jón Þór stóð sig með prýði og bætti eigið met um eitt stig þegar hann endaði á 596 + 34x tíur.
