Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2023 12:17 Vísindamenn segja að konur ættu að vera meðvitaðar um að líkurnar á því að þær verði óléttar án aðstoðar eftir frjósemismeðferð séu ekki hverfandi. Getty Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun. Þetta eru niðurstöður vísindamanna við University College London, sem segja að konur ættu að vera meðvitaðar um að „náttúrulegar“ þunganir eftir ófrjósemisferðir séu ekki jafn óvenjulegar og áður var talið. Rannsóknin náði til fleiri en 5.000 kvenna og samkvæmt niðurstöðunum urðu í kringum 20 prósent óléttar án aðstoðar innan við þremur árum eftir að hafa fengið aðstoð. Vísindamennirnir segja mögulegt að ófrjósemismeðferðir, til að mynda örvun eggjastokkanna, geri eggjastokkana virkari til lengri tíma. Þá má vera að hormónabúskapur þeirra sem verða óléttar í kjölfar aðstoðar og minnkað stress auki líkurnar á því að þær verði þungaðar aftur, án aðstoðar. Konur ættu að vera meðvitaðar um þessar staðreyndir, til að geta gripið til ráðstafana. Læknir sem Guardian ræddi við og eignaðist sjálf barn með glasafrjóvgun, varð til að mynda aftur ólétt átta mánuðum síðar, sem kom henni verulega á óvart. Þrátt fyrir að seinni þungunin hafi vissulega verið gleðiefni segir hún: „Ef ég hefði vitað að ein af hverjum fimm konum verða óléttar náttúrulega eftir glasafrjóvgun hefði ég notað getnaðarvörn þar til ég var tilbúin aftur, bæði andlega og líkamlega.“ Á Bretlandseyjum á um það bil eitt af hverjum sjö pörum erfitt með að verða þungað. Þá gangast fleiri en 50 þúsund undir glasafrjóvgun á ári hverju. Hér má lesa umfjöllun Guardian. Börn og uppeldi Vísindi Frjósemi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þetta eru niðurstöður vísindamanna við University College London, sem segja að konur ættu að vera meðvitaðar um að „náttúrulegar“ þunganir eftir ófrjósemisferðir séu ekki jafn óvenjulegar og áður var talið. Rannsóknin náði til fleiri en 5.000 kvenna og samkvæmt niðurstöðunum urðu í kringum 20 prósent óléttar án aðstoðar innan við þremur árum eftir að hafa fengið aðstoð. Vísindamennirnir segja mögulegt að ófrjósemismeðferðir, til að mynda örvun eggjastokkanna, geri eggjastokkana virkari til lengri tíma. Þá má vera að hormónabúskapur þeirra sem verða óléttar í kjölfar aðstoðar og minnkað stress auki líkurnar á því að þær verði þungaðar aftur, án aðstoðar. Konur ættu að vera meðvitaðar um þessar staðreyndir, til að geta gripið til ráðstafana. Læknir sem Guardian ræddi við og eignaðist sjálf barn með glasafrjóvgun, varð til að mynda aftur ólétt átta mánuðum síðar, sem kom henni verulega á óvart. Þrátt fyrir að seinni þungunin hafi vissulega verið gleðiefni segir hún: „Ef ég hefði vitað að ein af hverjum fimm konum verða óléttar náttúrulega eftir glasafrjóvgun hefði ég notað getnaðarvörn þar til ég var tilbúin aftur, bæði andlega og líkamlega.“ Á Bretlandseyjum á um það bil eitt af hverjum sjö pörum erfitt með að verða þungað. Þá gangast fleiri en 50 þúsund undir glasafrjóvgun á ári hverju. Hér má lesa umfjöllun Guardian.
Börn og uppeldi Vísindi Frjósemi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira