„Ég vil ekki segja að ég sé sá besti“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 15:31 Novak Djokovic með bikarinn eftir að hafa unnið sitt 23. risamót á ferlinum, sem er met. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Serbinn Novak Djokovic segir að aðrir verði að dæma um það hvort að hann sé merkasti tennisspilari allra tíma. Staðreyndin er þó að minnsta kosti sú að enginn hefur unnið eins mörg risamót í tennis karla. Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum. Tennis Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira