Lífið samstarf

Margt líkt með golfi og kynlífi

Stöð 2
Gerður í Blushstóð sig vel sem byrjandi í þættinum Golfarinn.
Gerður í Blushstóð sig vel sem byrjandi í þættinum Golfarinn.

Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er margt til lista lagt. Í nýjasta þætti af Golfaranum á Stöð 2 kemur í ljós að hún er efnilegur kylfingur og sér fjölmörg líkindi með golfi og kynlífi, til dæmis mikilvægi þess að hitta í holuna.

Hún var fyrsti keppandinn í þeim lið Golfarans sem kallast Byrjandinn en þar keppir hún við aðra byrjendur í golfi um hver kemur boltanum á fæstum höggum ofan í holuna, eftir örlitla kennslu. Í fylgd Ingu Lindar Karlsdóttur, annars þáttarstjórnanda Golfarans, stóð Gerður sig vel á köldum vordegi á Mýrinni í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en hún býr við þann völl og sér fyrir sér að mæta þangað oftar á næstunni. Uppáhalds kylfan hennar Gerðar er kylfa númer sex.

Klippa: Golfarinn 1. þáttur

Golfarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum kl. 19 og fyrsti þáttur er kominn inn á Stöð 2+.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.