Meiri pening þarf í fráveitur landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. maí 2023 17:45 Kristín Linda Árnadóttir, stjórnarformaður Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nauðsynlegt er að auka fjármagn til fráveitna landsins, ekki síst með stóraukinni fjölgun ferðamanna, sem eykur mjög mikið álag á fráveitur um allt land. Þetta segir formaður stjórnar Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur meðal annars fram að fráveituvatn er í eðli sínu notað vatn. Vatn sem við höfum nýtt til að baða okkur, elda mat, sturta niður í klósettin, þvo bíla, föt og ýmislegt annað. Notkunin veldur því að alls konar efni eins úrgangur frá fólki, matarleifar, olíur, sápur, hreinsiefni, málmar og jafnvel hættuleg efni blandast í annars hreint vatn. Kristín Linda Árnadóttir stjórnarformaður Samorku, segir að við verðum að huga betur að fráveitum landsins, það séu mál, sem verði að vera í topplagi. „Það þarf að auka fé til uppbyggingar fráveitna. Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þetta risa stóra verkefni og það er mikilvægt að hafa í hug að stóraukin fjölgun ferðamanna eykur mjög mikið álag á fráveitur landsins, sérstaklega þá inn til landsins og oft á mjög viðkvæmum svæðum,” segir Kristín Linda. Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Umhverfisstofnun Kristín Linda nefnir líka heita vatnið á Íslandi, sem við verðum að fara sparlega með. „Núna vitum við að okkur skortir heitt vatn til framtíðar. Íbúum landsins er að fjölga, við erum með aukin ferðamannastraum þannig að við þurfum meira heitt vatn og við þurfum líka að passa upp á kaldavatnsauðlindina okkar.” Talandi um kalda vatnið, eigum við nóg af því ? „Við eigum vissulega mjög miklar auðlindir í kalda vatninu en það má ekki gleyma því að þær eru ekki óþrjótandi. Það þarf að varðveita þessa auðlind og það þarf að passa upp á að henni sé ekki mengað og við séum ekki að trufla svæði í kringum okkar helstu lindir,” segir Kristín Linda. Árborg Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur meðal annars fram að fráveituvatn er í eðli sínu notað vatn. Vatn sem við höfum nýtt til að baða okkur, elda mat, sturta niður í klósettin, þvo bíla, föt og ýmislegt annað. Notkunin veldur því að alls konar efni eins úrgangur frá fólki, matarleifar, olíur, sápur, hreinsiefni, málmar og jafnvel hættuleg efni blandast í annars hreint vatn. Kristín Linda Árnadóttir stjórnarformaður Samorku, segir að við verðum að huga betur að fráveitum landsins, það séu mál, sem verði að vera í topplagi. „Það þarf að auka fé til uppbyggingar fráveitna. Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þetta risa stóra verkefni og það er mikilvægt að hafa í hug að stóraukin fjölgun ferðamanna eykur mjög mikið álag á fráveitur landsins, sérstaklega þá inn til landsins og oft á mjög viðkvæmum svæðum,” segir Kristín Linda. Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Umhverfisstofnun Kristín Linda nefnir líka heita vatnið á Íslandi, sem við verðum að fara sparlega með. „Núna vitum við að okkur skortir heitt vatn til framtíðar. Íbúum landsins er að fjölga, við erum með aukin ferðamannastraum þannig að við þurfum meira heitt vatn og við þurfum líka að passa upp á kaldavatnsauðlindina okkar.” Talandi um kalda vatnið, eigum við nóg af því ? „Við eigum vissulega mjög miklar auðlindir í kalda vatninu en það má ekki gleyma því að þær eru ekki óþrjótandi. Það þarf að varðveita þessa auðlind og það þarf að passa upp á að henni sé ekki mengað og við séum ekki að trufla svæði í kringum okkar helstu lindir,” segir Kristín Linda.
Árborg Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent