Bíó og sjónvarp

Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes

Árni Sæberg skrifar
Gunnur Martinsdóttir Schlüter ásamt Flóru Önnu Buda, sem er með Gullpálmann eftirsótta í hönd.
Gunnur Martinsdóttir Schlüter ásamt Flóru Önnu Buda, sem er með Gullpálmann eftirsótta í hönd. Stephane Cardinale/Getty

Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Myndin var á meðal 11 verka sem sýnd voru í keppnisflokki stuttmynda á hátíðinni í ár. Gullpálmann í flokknum hlaut Flóra Anna Buda, frá Ungverjalandi, fyrir stuttmyndina 27.

Í tilkynningu á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í Fár takist einstaklingur á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. 

Gunnur leikstýrir myndinni, skrifar handrit hennar og fer að auki með aðalhlutverkið. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson hjá framleiðslufyrirtækinu Norður.


Tengdar fréttir

Anatomi­e d'une chute hlaut Gull­pálmann

Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomi­e d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.