Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2023 11:44 Bernard sagðist vilja varpa ljósi á raunverulegar afleiðingar takmarkana á aðgengi að þungunarrofi. Getty/Washington Post/Kaiti Sullivan Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. Bernard var að auki sektuð en má halda áfram störfum. Ríkissaksóknarinn Todd Rokita, sem er Repúblikani og yfirlýstur andstæðingur þungunarrofs, hefur freistað þess að láta Bernard gjalda fyrir að veita stúlkunni umrædda þjónustu. Þess ber að geta að allir sem sitja í fagráðinu eru útnefndir af ríkisstjóranum, sem einnig er Repúblikani. Vinnuveitandi Bernard, Indiana University Health, komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið gegn siðareglum með viðtalinu, þar sem ekki var hægt að bera kennsl á stúlkuna út frá því sem hún Bernard sagði. Málið vakti gríðarlega athygli vestanhafs þar sem það átti sér stað skömmu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri eigin niðurstöðu í Roe gegn Wade. Stúlkan, sem bjó í Ohio, leitaði til Indiana eftir að þungunarrof var bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í heimaríki hennar. Bernard ræddi nafnlaust um málið við blaðamann og vakti umfjöllunin gríðarlega athygli en formaður fagnefndarinnar sem fjallaði um ásakanirnar á hendur Bernard sagði hana góðan lækni og að hún hefði ekki séð fyrir sér að viðtalið færi í jafn víðtæka dreifingu og raun bar vitni. Rokita hefur fagnað áminningunni en sjálf sagði Bernard fyrir nefndinni að málið væri pólitískt. Hún hefði ekki látið uppi neinar persónuupplýsingar um stúlkuna og menn hefðu aðeins farið að grafast fyrir um hana þegar andstæðingar þungunarrofs héldu því fram að hún væri uppspuni Bernard. Bernard sagði það skyldu sína sem heilbrigðisstarfsmanns að fræða almenning um mikilvæg mál er vörðuðu lýðheilsu, ekki síst um kvenheilsu þar sem það væri hennar sérsvið. Hún steig fram þegar umræða var í gangi um að taka upp svipaðar takmarkanir í Indiana og í Ohio. Þær eru nú orðnar að veruleika, með ákveðnum undanþágum þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Bandaríkin Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Þungunarrof Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Bernard var að auki sektuð en má halda áfram störfum. Ríkissaksóknarinn Todd Rokita, sem er Repúblikani og yfirlýstur andstæðingur þungunarrofs, hefur freistað þess að láta Bernard gjalda fyrir að veita stúlkunni umrædda þjónustu. Þess ber að geta að allir sem sitja í fagráðinu eru útnefndir af ríkisstjóranum, sem einnig er Repúblikani. Vinnuveitandi Bernard, Indiana University Health, komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið gegn siðareglum með viðtalinu, þar sem ekki var hægt að bera kennsl á stúlkuna út frá því sem hún Bernard sagði. Málið vakti gríðarlega athygli vestanhafs þar sem það átti sér stað skömmu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri eigin niðurstöðu í Roe gegn Wade. Stúlkan, sem bjó í Ohio, leitaði til Indiana eftir að þungunarrof var bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í heimaríki hennar. Bernard ræddi nafnlaust um málið við blaðamann og vakti umfjöllunin gríðarlega athygli en formaður fagnefndarinnar sem fjallaði um ásakanirnar á hendur Bernard sagði hana góðan lækni og að hún hefði ekki séð fyrir sér að viðtalið færi í jafn víðtæka dreifingu og raun bar vitni. Rokita hefur fagnað áminningunni en sjálf sagði Bernard fyrir nefndinni að málið væri pólitískt. Hún hefði ekki látið uppi neinar persónuupplýsingar um stúlkuna og menn hefðu aðeins farið að grafast fyrir um hana þegar andstæðingar þungunarrofs héldu því fram að hún væri uppspuni Bernard. Bernard sagði það skyldu sína sem heilbrigðisstarfsmanns að fræða almenning um mikilvæg mál er vörðuðu lýðheilsu, ekki síst um kvenheilsu þar sem það væri hennar sérsvið. Hún steig fram þegar umræða var í gangi um að taka upp svipaðar takmarkanir í Indiana og í Ohio. Þær eru nú orðnar að veruleika, með ákveðnum undanþágum þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells.
Bandaríkin Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Þungunarrof Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira