Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 07:12 Margir sjá fyrir sér að ofurgreind gæti tortímt mannkyninu en ógnirnar eru í raun mun fleiri og lúmskari. Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. Í ávarpi á vefsíðu fyrirtækisins kalla stofnendurnir Greg Brockman og Ilya Sutskever og framkvæmdastjórinn Sam Altman eftir því að alþjóðasamfélagið hefji vinnu við að rannsaka hvernig draga megi úr „tilvistarlegri áhættu“ gervigreindar með eftirliti, öryggisstöðlum og takmörkunum. Stjórnendur OpenAI segja mögulegt að á næstu tíu árum muni gervigreind taka fram úr sérfræðikunnáttu mannsins á flestum sviðum. Þetta muni hafa kosti og galla í för með sér en ofurgreind muni verða öflugasta tæknin sem maðurinn hefur nokkurn tímann þurft að fást við. Þeir segja gervigreindina munu opna á fordæmalausa hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna. Til skemmri tíma ættu fyrirtæki sem eru leiðandi í þróun gervigreindar að taka sig saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Initial ideas for governance of superintelligence, including forming an international oversight organization for future AI systems much more capable than any today: https://t.co/9hJ9n2BZo7— OpenAI (@OpenAI) May 22, 2023 Center for AI Safety (CAIS) hefur tekið saman lista yfir mögulegar sviðsmyndir þar sem gervigreindin hefur fengið að þróast án eftirlits. Sérfræðingar stofnunarinnar sjá meðal annars fyrir sér að mannkynið gæti orðið algjörlega háð vélum og/eða að varanleg stéttskipting gæti orðið milli þess fámenna hóps sem á og stjórnar gervigreindinni og allra annara. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að fólk alls staðar í heiminum taki lýðræðislega ákvörðun um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Þeir séu hins vegar ekki með svörin við því hvernig eigi að útfæra eftirlitið. Það sé ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að maðurinn sé nú þegar komin á þá braut að gervigreindin sé það sem koma skal. Umfjöllun Guardian. Gervigreind Tækni Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Í ávarpi á vefsíðu fyrirtækisins kalla stofnendurnir Greg Brockman og Ilya Sutskever og framkvæmdastjórinn Sam Altman eftir því að alþjóðasamfélagið hefji vinnu við að rannsaka hvernig draga megi úr „tilvistarlegri áhættu“ gervigreindar með eftirliti, öryggisstöðlum og takmörkunum. Stjórnendur OpenAI segja mögulegt að á næstu tíu árum muni gervigreind taka fram úr sérfræðikunnáttu mannsins á flestum sviðum. Þetta muni hafa kosti og galla í för með sér en ofurgreind muni verða öflugasta tæknin sem maðurinn hefur nokkurn tímann þurft að fást við. Þeir segja gervigreindina munu opna á fordæmalausa hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna. Til skemmri tíma ættu fyrirtæki sem eru leiðandi í þróun gervigreindar að taka sig saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Initial ideas for governance of superintelligence, including forming an international oversight organization for future AI systems much more capable than any today: https://t.co/9hJ9n2BZo7— OpenAI (@OpenAI) May 22, 2023 Center for AI Safety (CAIS) hefur tekið saman lista yfir mögulegar sviðsmyndir þar sem gervigreindin hefur fengið að þróast án eftirlits. Sérfræðingar stofnunarinnar sjá meðal annars fyrir sér að mannkynið gæti orðið algjörlega háð vélum og/eða að varanleg stéttskipting gæti orðið milli þess fámenna hóps sem á og stjórnar gervigreindinni og allra annara. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að fólk alls staðar í heiminum taki lýðræðislega ákvörðun um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Þeir séu hins vegar ekki með svörin við því hvernig eigi að útfæra eftirlitið. Það sé ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að maðurinn sé nú þegar komin á þá braut að gervigreindin sé það sem koma skal. Umfjöllun Guardian.
Gervigreind Tækni Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira