Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­ein­vígið færir sig á Sauð­ár­krók, stór­leikir í Bestu og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það má reikna með látum í kvöld.
Það má reikna með látum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Það er nóg um að vera á þessum líka magnaða mánudegi á rásum Stöðvar 2 Sport. Við færum ykkur körfubolta, knattspyrnu og rafíþróttir.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir stórleik Tindastóls og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Að leik loknum er Körfuboltakvöld á sínum stað.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 er leikur Sampdoria og Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Klukkan 20.45 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir það sem hefur gerst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar að undanförnu.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.15 hefst upphitun Bestu markanna fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Kl. 18.00 hefst leikur ÍBV og Þróttar í Vestmannaeyjum.

Stöð 2 ESport

Klukkan 09.00 hefst upphitun fyrir þriðja dag Legengs-stigs BLAST.tv París Major-mótsins. Keppt er kl. 09.30, 13.30 og 17.30.

Klukkan 20.00 er GameTíví á dagskrá.

Besta deildin

Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn í Bestu deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 18.00.

Besta deildin 2

Klukkan 19.05 hefst útsending frá Selfossi þar sem heimaliðið fær Tindastól í heimsókn í Bestu deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×