Innlent

Boðar bæna­stund í Landa­kots­kirkju vegna dauða pólska mannsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristófer segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að skipuleggja bænastundina í Landakotskirkju.
Kristófer segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að skipuleggja bænastundina í Landakotskirkju.

Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, hefur boðað til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13:00 í dag vegna dauða pólska mannsins sem stunginn var til bana á bílastæði Fjarðarkaupa á fimmtudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristófer að hann skipuleggi bænastundina á eigin vegum. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl næstkomandi vegna dauða mannsins. Hann var af pólsku bergi brotinn og á þrítugsaldri.

„Mér rann blóðið til skyldunnar að skipuleggja þennan viðburð. Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins,“ segir Kristófer.

Kristófer segir pólska samfélagið á Íslandi vera í áfalli vegna málsins.

Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk í gær en öll eru yngri en tuttugu ára og Íslendingar, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. 

Áður hefur komið fram að engin tengsl virðast hafa verið milli sakborninga og þess látna.

„Þetta er mikið áfall. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi. Það eru allir velkomnir í kirkjuna á eftir, þetta á að vera róleg og falleg stund þar sem við komum saman og hugsum til þessa fólks,“ segir Kristófer.

„Ég á sjálfur sextán ára dreng hér heima og maður hefur miklar áhyggjur af þessu, hvernig verður þetta þegar hann fer að kíkja út á lífið?“


Tengdar fréttir

Mennirnir úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald

Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×