„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 16. apríl 2023 22:34 Leifur Andri Leifsson er fyrirliði HK. VÍSIR/DANÍEL „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport. Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport.
Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira