„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 16. apríl 2023 22:34 Leifur Andri Leifsson er fyrirliði HK. VÍSIR/DANÍEL „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport. Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport.
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira