„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 16. apríl 2023 22:34 Leifur Andri Leifsson er fyrirliði HK. VÍSIR/DANÍEL „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport. Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport.
Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira