„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 16. apríl 2023 22:34 Leifur Andri Leifsson er fyrirliði HK. VÍSIR/DANÍEL „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport. Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira
Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport.
Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira