Utan vallar: Að falla [næstum] fyrir aprílgabbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 12:00 Hinn skrautlegi Peter Wright er ekki að koma til Íslands. Luke Walker/Getty Images Að vinna sem blaðamaður er í senn skemmtilegt og spennandi en getur þó einnig verið vandræðalegt þegar spurt er að vitlausum hlut eða misskilningur á sér stað. Þá eru dagar eins og 1. apríl sérstaklega erfiðir blaðamönnum. Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot
Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira