Innlent

Kona á þrí­tugs­aldri lést eftir hátt fall við Glym

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðstæður í gilinu voru krefjandi.
Aðstæður í gilinu voru krefjandi. Landsbjörg

Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi. Þar segir að um hálf ellefu í gærmorgun hafi  lögreglu borist tilkynning um að erlendur ferðamaður hafi fallið niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði.

Mikill ís er í gilinu.Landsbjörg

Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkraliði og fjölmennu liði frá björgunarsveitunum fóru á vettvang ásamt því að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Aðstæður voru erfiðar á vettvangi og fóru björgunarsveitarmenn upp gilið, sem er um 190 metra djúpt þar sem það er dýpst, og komu að þar sem kona á þrítugsaldri fannst látin. 

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að konan hafi verið á göngu ásamt maka sínum upp með gilinu ofanverðu. Þar féll hún fram af brún gilsins. Segir lögregla að fallið hafi verið mjög hátt og ljóst að konan hafi látist samstundis. Þakkar lögregla öllum þeim sem komu að björgunaraðgerðum í gær.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi vinnur að rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu

Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað.

Þyrlan kölluð út vegna ferða­manns sem féll við Glym

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×