Ísland á 25 prósent af topp sextán lista stelpnanna: Björgvin Karl í öðru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 08:40 Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir náðum bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Samsett/@bk_gudmundsson og @thurihelgadottir Fjórar íslenska CrossFit konur voru meðal þeirra sextán efstu í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna i CrossFit. Björgvin Karl Guðmundsson var eini íslenski karlinn sem komst áfram. Fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina og reyndu vel á keppendur en aðeins tíu prósent af keppendum úr The Open unnu sér þátttökurétt þar. CrossFit samtökin eru nú búin að taka saman úrslitin úr greinunum fimm í þessum öðrum hluta af þremur sem keppendur þurfa að komast í gegnum til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri Íslendinga í fjórðungsúrslitunum en hann varð í öðru sæti í Evrópukeppni karla. BKG var fyrst með jafnmörg stig og Victor Hoffer frá Frakklandi en eftir leiðréttingu þá vann hann Frakkann með einu stigi. Björgvin Karl var aftur á móti 25 stigum á eftir sigurvegaranum sem var Fabian Beneito frá Spáni. Björgvin Karl var eini íslenski karlinn sem náði að tryggja sig áfram í undanúrslitin en íslenska CrossFit fólkið fer í gegnum Evrópukeppnina á leið sinni á heimsleikanna. Ingimar Jónsson var næstefstur íslenska karla en hann varð í 243. sæti. Fjórar íslenskar konur voru hins vegar meðal þeirra þrjátíu sem komast inn á undanúrslitamótin. Ísland á því 25 prósent af af topp sextán listanum og það þótt að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppi ekki fyrir Ísland á þessu tímabili. Ísland á langflestar konur inn á topp sextán eða tvöfalt fleiri en Noregur og Svíþjóð sem áttu tvær konur hvor þjóð. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þrjár þeirra voru inn á topp tíu en það voru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir. Allt miklir reynsluboltar þegar kemur að því að keppa á heimsleikunum. Þuríður Erla varð efst af þeim eða í fimmta sæti en Anníe varð sjöunda og Sara níunda. Anníe náði sjöunda sætinu þrátt fyrir að hafa gert sér lífið mun erfiðara á lokadeginum þegar hún þurfti að endurtaka mjög krefjandi æfingu. Sólveig Sigurðardóttir, varð efstu íslensku stelpnanna í opna hlutanum en endaði í sextánda sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Hún var aftur á móti örugg inn í næsta hluta eins og hinar þrjár. Katrín Tanja komst líka áfram en það gerði hún með því að ná tuttugasta sæti í Vesturhluta Norður-Ameríkukeppninnar. Þjóðir sem áttu konur inn á topp sextán í fjórðungsúrslitum: 4 konur - Ísland (5. sæti, 7. sæti, 9. sæti, 16. sæti) 2 - Noregur (8, 13) 2 - Svíþjóð (3, 14) 1 - Pólland (1) 1 - Ungverjaland (2) 1 - Belgía (4) 1 - Spánn (6) 1 - Ítalía (10) 1 - Frakkland (11) 1 - Sviss (15) 1 - Slóvakía (12) Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina og reyndu vel á keppendur en aðeins tíu prósent af keppendum úr The Open unnu sér þátttökurétt þar. CrossFit samtökin eru nú búin að taka saman úrslitin úr greinunum fimm í þessum öðrum hluta af þremur sem keppendur þurfa að komast í gegnum til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri Íslendinga í fjórðungsúrslitunum en hann varð í öðru sæti í Evrópukeppni karla. BKG var fyrst með jafnmörg stig og Victor Hoffer frá Frakklandi en eftir leiðréttingu þá vann hann Frakkann með einu stigi. Björgvin Karl var aftur á móti 25 stigum á eftir sigurvegaranum sem var Fabian Beneito frá Spáni. Björgvin Karl var eini íslenski karlinn sem náði að tryggja sig áfram í undanúrslitin en íslenska CrossFit fólkið fer í gegnum Evrópukeppnina á leið sinni á heimsleikanna. Ingimar Jónsson var næstefstur íslenska karla en hann varð í 243. sæti. Fjórar íslenskar konur voru hins vegar meðal þeirra þrjátíu sem komast inn á undanúrslitamótin. Ísland á því 25 prósent af af topp sextán listanum og það þótt að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppi ekki fyrir Ísland á þessu tímabili. Ísland á langflestar konur inn á topp sextán eða tvöfalt fleiri en Noregur og Svíþjóð sem áttu tvær konur hvor þjóð. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þrjár þeirra voru inn á topp tíu en það voru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir. Allt miklir reynsluboltar þegar kemur að því að keppa á heimsleikunum. Þuríður Erla varð efst af þeim eða í fimmta sæti en Anníe varð sjöunda og Sara níunda. Anníe náði sjöunda sætinu þrátt fyrir að hafa gert sér lífið mun erfiðara á lokadeginum þegar hún þurfti að endurtaka mjög krefjandi æfingu. Sólveig Sigurðardóttir, varð efstu íslensku stelpnanna í opna hlutanum en endaði í sextánda sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Hún var aftur á móti örugg inn í næsta hluta eins og hinar þrjár. Katrín Tanja komst líka áfram en það gerði hún með því að ná tuttugasta sæti í Vesturhluta Norður-Ameríkukeppninnar. Þjóðir sem áttu konur inn á topp sextán í fjórðungsúrslitum: 4 konur - Ísland (5. sæti, 7. sæti, 9. sæti, 16. sæti) 2 - Noregur (8, 13) 2 - Svíþjóð (3, 14) 1 - Pólland (1) 1 - Ungverjaland (2) 1 - Belgía (4) 1 - Spánn (6) 1 - Ítalía (10) 1 - Frakkland (11) 1 - Sviss (15) 1 - Slóvakía (12)
Þjóðir sem áttu konur inn á topp sextán í fjórðungsúrslitum: 4 konur - Ísland (5. sæti, 7. sæti, 9. sæti, 16. sæti) 2 - Noregur (8, 13) 2 - Svíþjóð (3, 14) 1 - Pólland (1) 1 - Ungverjaland (2) 1 - Belgía (4) 1 - Spánn (6) 1 - Ítalía (10) 1 - Frakkland (11) 1 - Sviss (15) 1 - Slóvakía (12)
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira