„Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2023 07:31 Gunnar Nelson er kominn aftur á kortið í UFC. vísir/sigurjón Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði MMA Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Sjá meira
Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði
MMA Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Sjá meira