Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 11:02 Benjamín Julian er sá sem sér um vefsíðuna seinn.is. Aðsend/Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira