Sport

Mamman mölbraut gleraugun sín í svekkelsi yfir tapi sonarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spencer Lee hafði ekki tapað í 58 glímum í röð og viðbrögð mömmu hans voru allt annað en venjuleg.
Spencer Lee hafði ekki tapað í 58 glímum í röð og viðbrögð mömmu hans voru allt annað en venjuleg. Samsett

Glímustrákurinn Spencer Lee átti möguleika á því að verða bandarískur háskólameistari fjórða árið í röð en tókst það ekki. Viðbrögð móður hans voru heldur betur af ýktari gerðinni.

Spencer Lee, sem keppir fyrir Iowa skólann, tapaði óvænt fyrir Matt Ramos úr Purdue skólanum í undanúrslitunum. Lee var búinn að vinna 58 bardaga í röð án en kom að þessum.

Lee hafði áður unnið þrjá háskólatitla á ferlinum en var að koma til baka eftir að hafa farið í tvær krossbandaaðgerðir í janúar 2022. Það eru ekki margir sem hafa náð að vinna fjóra háskólalitla í glímu.

Stráknum tókst hins vegar ekki að komast í úrslitaleikinn að þessu sinni og ákvað eftir tapið að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann datt því alla leið niður í sjötta sætið.

Það voru hins vegar dramatísk viðbrögð móður hans sem sögðu meira en mörg ár um pressuna sem var á drengnum.

Móðirin heitir Cathy Lee og vann sjálf silfur í júdó á Norður-, Mið- og Suður-Ameríku leikunum árið 1991.

Eftir að Lee tapaði glímunni þá fór myndavélar ESPN strax á Cathy sem var örvæntingin uppmálið.

Hún reif meðal annars gleraugun af sér mölbraut þau og henti í ruslið áður en hún leitaði huggunar hjá fjölskyldumeðlim.

Svekkelsið og vonbrigðin voru gríðarleg eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er hægt að sjá myndbandið af þessu með því að fletta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.