Þórir: Hafði tilfinningu fyrir því að Jón Þórarinn myndi eiga góðan leik í markinu Andri Már Eggertsson skrifar 17. mars 2023 21:30 Þórir Ólafsson var ánægður með sigur kvöldsins gegn Val Vísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var í skýjunum með tveggja marka sigur á Val 33-31. Þetta var fimmti heimasigur Selfoss í röð og var Þórir afar ánægður með frammistöðuna. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn