Þrjú hundruð prósent hækkun á verðlaunafénu á HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fær hér harðar móttökur þegar Ísland tapaði á móti Portúgal í umspilsleik fyrir laust sæti á HM í Ástralíu. KSÍ og íslensku félögin hefðu notið góðs af þátttöku liðsins á heimsmeistaramótinu eftir að FIFA hækkaði verðlaunaféð um þrjú hundruð prósent. Vísir/Vilhelm Jú tölurnar ljúga ekki. Alþjóða knattspyrnusambandið hækkar verðlaunaféð á HM kvenna í fótbolta í ár um þrjú hundruð prósent. Það gerir þó ekki meira en það en að verða bara þriðjungur af því sem karlarnir fá. FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018. Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018.
Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira