Þrjú hundruð prósent hækkun á verðlaunafénu á HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fær hér harðar móttökur þegar Ísland tapaði á móti Portúgal í umspilsleik fyrir laust sæti á HM í Ástralíu. KSÍ og íslensku félögin hefðu notið góðs af þátttöku liðsins á heimsmeistaramótinu eftir að FIFA hækkaði verðlaunaféð um þrjú hundruð prósent. Vísir/Vilhelm Jú tölurnar ljúga ekki. Alþjóða knattspyrnusambandið hækkar verðlaunaféð á HM kvenna í fótbolta í ár um þrjú hundruð prósent. Það gerir þó ekki meira en það en að verða bara þriðjungur af því sem karlarnir fá. FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018. Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018.
Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira