Þrjú hundruð prósent hækkun á verðlaunafénu á HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fær hér harðar móttökur þegar Ísland tapaði á móti Portúgal í umspilsleik fyrir laust sæti á HM í Ástralíu. KSÍ og íslensku félögin hefðu notið góðs af þátttöku liðsins á heimsmeistaramótinu eftir að FIFA hækkaði verðlaunaféð um þrjú hundruð prósent. Vísir/Vilhelm Jú tölurnar ljúga ekki. Alþjóða knattspyrnusambandið hækkar verðlaunaféð á HM kvenna í fótbolta í ár um þrjú hundruð prósent. Það gerir þó ekki meira en það en að verða bara þriðjungur af því sem karlarnir fá. FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018. Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði ágengum Egyptum en til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018.
Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði ágengum Egyptum en til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira