Lífið

Sara vann ekki Óskarsverðlaun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sara Gunnarsdóttir var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína, My Year of Dicks.
Sara Gunnarsdóttir var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína, My Year of Dicks. Stöð 2/Ívar

Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin.

Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu.

Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna“. Sara var tilnefnd til Óskarsins ásamt Pamelu Ribon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×