Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 10:30 Meðalmennskan dugði ekki til. Úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“ Lögreglan Heilsa Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“
Lögreglan Heilsa Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira