Líkkistusala dómsmálaráðherra ekki í hagsmunaskráningu hans Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 15:20 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, á og rekur fyrirtækið Mar textil sem flytur inn og selur líkkistur. Vísir/Getty/samsett Ekki kemur fram í hagsmunaskráningu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, að hann sé eigandi fyrirtækis sem flytur inn og selur líkkistur. Þingkona Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið í tengslum við ákvörðun hans varðandi rekstur á bálstofu. Uppfært: Fyrirtækið var á hagsmunaskrá Jóns árið 2021 en ekki liggur fyrir hvernig það datt þaðan út. Það var einnig á hagsmunaskrá hans á vef Stjórnarráðsins þegar hún var sett inn í maí í fyrra. Einkahlutafélagið Mar Textil í Kópavogi er í eigu dómsmálaráðherra og eiginkonu hans. Í hagsmunaskrá sinni segist Jón þó ekki ekki reka neina tekjumyndandi starfsemi samhliða starfi sínu sem alþingismanns. Eignar hans í félaginu er heldur ekki getið. Arndís A.K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón út í fyrirtækið í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun. Það gerði hún í tengslum við fréttir um óánægju félagsins Trés lífsins með að dómsmálaráðuneytið væri í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstur þeirra á bálstofu. Tré lífsins falast eftir því að reka bálstofu óháðri trúabrögðum. Benti Arndís á að Tré lífsins sjái fyrir sér að kaup á stórum og dýrum líkkistum verði óþörf ólíkt því sem er í dag verði hugmyndir þess að veruleika. Spurði hún Jón út í Mar textil sem hann væri skráður forráðamaður fyrir. Ekki leyndarmál Jón sagði það rétt að þau hjónin hefðu staðið í rekstri frá 1985 og að það flytti inn líkkistur. Hann minnti að hann væri skráður hundrað prósent eigandi félagsins þó að þau hjónin hefðu staðið að rekstrinum saman. Það væri málefnum bálstofunnar óviðkomandi. Af um tvö hundruð milljón króna veltu væru líkkistur um tuttugu milljónir. „Það eru engin leyndarmál í kringum þennan rekstur af minni hálfu,“ sagði ráðherrann sem útskýrði þó ekki hvers vegna félagsins væri ekki getið í hagsmunaskrá hans. Þingmönnum ber að skrá launuð störf, stjórnarsetu eða rekstur sem er tekjumyndandi fyrir hann samkvæmt fjórðu grein reglna um hagsmunaskráningu þingmanna. Þeim ber einnig að skrá heiti félags sem þeir eiga hlut í ef hlutrinn nemur meira en fjórðungi hluta- eða stofnfjár þess. Geti útilokað samkeppnisaðila Björn Leví Gunnarsson, flokksbróðir Arndísar, gagnrýndi að hagsmunir Jóns væru ekki skráðir opinberlega í ljósi þess að ráðuneyti hans undirbyggi nú ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara. Ráðherrann geti útilokað samkeppnisaðila með ákvörðun í málinu. „Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er,“ skrifaði Björn Leví í færslu á Facebook. Datt út af skránni Jón Gunnarsson hefur svarað færslu Björns þar sem hann segir að fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskrá hans en það hafi einhverra hluta vegna dottið þaðan út fyrir mistök. Sé hagsmunaskráin skoðuð í Way Back Machine, þar sem gamlar útgáfur vefsíða eru vistaðar, sést að fyrirtækið var á skránni í apríl 2021. Í svarinu segir Jón að hann hafi verið á þingi frá 2007 og fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskránna síðan þá. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Uppfært: Fyrirtækið var á hagsmunaskrá Jóns árið 2021 en ekki liggur fyrir hvernig það datt þaðan út. Það var einnig á hagsmunaskrá hans á vef Stjórnarráðsins þegar hún var sett inn í maí í fyrra. Einkahlutafélagið Mar Textil í Kópavogi er í eigu dómsmálaráðherra og eiginkonu hans. Í hagsmunaskrá sinni segist Jón þó ekki ekki reka neina tekjumyndandi starfsemi samhliða starfi sínu sem alþingismanns. Eignar hans í félaginu er heldur ekki getið. Arndís A.K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón út í fyrirtækið í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun. Það gerði hún í tengslum við fréttir um óánægju félagsins Trés lífsins með að dómsmálaráðuneytið væri í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstur þeirra á bálstofu. Tré lífsins falast eftir því að reka bálstofu óháðri trúabrögðum. Benti Arndís á að Tré lífsins sjái fyrir sér að kaup á stórum og dýrum líkkistum verði óþörf ólíkt því sem er í dag verði hugmyndir þess að veruleika. Spurði hún Jón út í Mar textil sem hann væri skráður forráðamaður fyrir. Ekki leyndarmál Jón sagði það rétt að þau hjónin hefðu staðið í rekstri frá 1985 og að það flytti inn líkkistur. Hann minnti að hann væri skráður hundrað prósent eigandi félagsins þó að þau hjónin hefðu staðið að rekstrinum saman. Það væri málefnum bálstofunnar óviðkomandi. Af um tvö hundruð milljón króna veltu væru líkkistur um tuttugu milljónir. „Það eru engin leyndarmál í kringum þennan rekstur af minni hálfu,“ sagði ráðherrann sem útskýrði þó ekki hvers vegna félagsins væri ekki getið í hagsmunaskrá hans. Þingmönnum ber að skrá launuð störf, stjórnarsetu eða rekstur sem er tekjumyndandi fyrir hann samkvæmt fjórðu grein reglna um hagsmunaskráningu þingmanna. Þeim ber einnig að skrá heiti félags sem þeir eiga hlut í ef hlutrinn nemur meira en fjórðungi hluta- eða stofnfjár þess. Geti útilokað samkeppnisaðila Björn Leví Gunnarsson, flokksbróðir Arndísar, gagnrýndi að hagsmunir Jóns væru ekki skráðir opinberlega í ljósi þess að ráðuneyti hans undirbyggi nú ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara. Ráðherrann geti útilokað samkeppnisaðila með ákvörðun í málinu. „Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er,“ skrifaði Björn Leví í færslu á Facebook. Datt út af skránni Jón Gunnarsson hefur svarað færslu Björns þar sem hann segir að fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskrá hans en það hafi einhverra hluta vegna dottið þaðan út fyrir mistök. Sé hagsmunaskráin skoðuð í Way Back Machine, þar sem gamlar útgáfur vefsíða eru vistaðar, sést að fyrirtækið var á skránni í apríl 2021. Í svarinu segir Jón að hann hafi verið á þingi frá 2007 og fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskránna síðan þá.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira