Fyrirtæki og launþegar gæti hófsemi til að ná niður verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 20:01 Katrín Jakobsdóttir biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi í arðgreiðslum og álagningu til að ná niður verðbólgu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir varar við vítahring launa-og verðhækkanna. Vísir/Arnar Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkanna sem leiti aftur út í verðlag. Forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að gæta hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu. Svo virðist sem ellefu stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafi haft minni áhrif en menn ætluðu því verðbólga heldur enn áfram að aukast og er nú tíu komma tvö prósent og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár. „Það er mikið áhyggjuefni að verðbólgan sé að hækka þetta mikið og langt umfram væntingar á mjög breiðum grunni. Þar sem mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segir mikilvægt að vinna saman að því að ná verðbólgunni niður. „Það eru til leiðir út úr því og þær kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður. Verst af öllu væri ef að við lentum í þessum gamalkunna vítahring þar sem laun eru hækkuð mjög mikið sem leitar svo aftur út í verðlag sem kallar á frekari launahækkanir og svo framvegis. Við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist,“ segir Bjarni. Markaðsaðilar hafa spáð því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í tólfta skipti í þessari hækkunarrunu þann 22. mars n.k. til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. „Það finnst mér ekkert skrítið en ætla ekkert sjálfur að spá fyrir um það,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi. „Það er mikilvægt að fyrirtækin gæti hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Það er auðvitað sérstakt umhugsunarefni núna þar sem við erum að sjá matarkörfuna hækka hjá fólkinu í landinu sem og aðrar nauðsynjavörur,“ segir Katrín. Afborganir húsnæðislána hækkað um tugi til hundruði þúsunda Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa haft gríðarlega áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna hvort sem um er að ræða verðtryggð eða óverðtryggð lán. Þannig hefur afborgun á 25 ára óverðtryggðu fjörutíu milljón króna húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum eða um hundrað þúsund krónur. Höfuðstóll lánsins hefur þó lækkað. Mánaðarleg afborgun á verðtryggðu láni með sömu forsendum hefur hækkað um ríflega fjörutíu þúsund. Höfuðstóllinn þess hefur hins vegar hækkað um tæplega þrjár komma fimm milljónir. Þá er athyglisvert að sjá að ef sömu lánsforsendur eru notaðar þá verður mánaðarleg afborgun lánanna orðin sú sama eftir þrjú ár. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins eru hins vegar þá ríflega sautján milljón krónum hærri en óverðtryggða lánsins. Heimild: Hagsmunasamtök heimilanna Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40 Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Svo virðist sem ellefu stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafi haft minni áhrif en menn ætluðu því verðbólga heldur enn áfram að aukast og er nú tíu komma tvö prósent og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár. „Það er mikið áhyggjuefni að verðbólgan sé að hækka þetta mikið og langt umfram væntingar á mjög breiðum grunni. Þar sem mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segir mikilvægt að vinna saman að því að ná verðbólgunni niður. „Það eru til leiðir út úr því og þær kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður. Verst af öllu væri ef að við lentum í þessum gamalkunna vítahring þar sem laun eru hækkuð mjög mikið sem leitar svo aftur út í verðlag sem kallar á frekari launahækkanir og svo framvegis. Við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist,“ segir Bjarni. Markaðsaðilar hafa spáð því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í tólfta skipti í þessari hækkunarrunu þann 22. mars n.k. til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. „Það finnst mér ekkert skrítið en ætla ekkert sjálfur að spá fyrir um það,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi. „Það er mikilvægt að fyrirtækin gæti hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Það er auðvitað sérstakt umhugsunarefni núna þar sem við erum að sjá matarkörfuna hækka hjá fólkinu í landinu sem og aðrar nauðsynjavörur,“ segir Katrín. Afborganir húsnæðislána hækkað um tugi til hundruði þúsunda Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa haft gríðarlega áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna hvort sem um er að ræða verðtryggð eða óverðtryggð lán. Þannig hefur afborgun á 25 ára óverðtryggðu fjörutíu milljón króna húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum eða um hundrað þúsund krónur. Höfuðstóll lánsins hefur þó lækkað. Mánaðarleg afborgun á verðtryggðu láni með sömu forsendum hefur hækkað um ríflega fjörutíu þúsund. Höfuðstóllinn þess hefur hins vegar hækkað um tæplega þrjár komma fimm milljónir. Þá er athyglisvert að sjá að ef sömu lánsforsendur eru notaðar þá verður mánaðarleg afborgun lánanna orðin sú sama eftir þrjú ár. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins eru hins vegar þá ríflega sautján milljón krónum hærri en óverðtryggða lánsins. Heimild: Hagsmunasamtök heimilanna
Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40 Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40
Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32