Er höfundur Njálu handan við hornið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. febrúar 2023 15:00 Síða úr Brennu-Njáls sögu í Möðruvallabók. Möðruvallabók er handrit frá 13. öld sem inniheldur 11 Íslendingasögur, þ.á m. Njálu og Egils sögu. Det store norske leksikon Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar? Spánn Bókmenntir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar?
Spánn Bókmenntir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira