Lífið

Fata­her­bergi sem Kar­dashian systur væru sáttar með

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason alla leið til New Jersey. Þar býr Þorbjörn Jónsson í ekta amerísku húsi.
Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason alla leið til New Jersey. Þar býr Þorbjörn Jónsson í ekta amerísku húsi. Stöð 2/samsett

Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. 

Húsið er rúmlega 400 fermetrar og stendur á 32.500 fermetra jörð, hvorki meira né minna. Húsið var byggt um 1950 en tekið í gegn af fyrri eigendum árið 2019.

Húsið er snyrtilega innréttað í amerískum stíl en Þorbjörn segir tengdamóður sína eiga heiðurinn af því.

„Hún hefur auga fyrir þessu og við leyfðum henni bara að hjálpa okkur,“ segir Þorbjörn sem segist sjálfur hafa litlar skoðanir þegar kemur að innanhússhönnun. Nánast allt innbúið er úr amerísku húsgagnaversluninni Pottery Barn.

Heimilið er snyrtilega innréttað í amerískum stíl.Stöð 2

„Þetta er bara Kaninn og maður tekur þátt í þessu“

Í húsinu er allt til alls. Innan af öllum herbergjum eru sér baðherbergi og fataherbergi, eins og gjarnan tíðkast í amerískum húsum. Þegar Sindri gekk inn í fataherbergið innan af hjónasvítunni stóðu viðbrögðin ekki á sér.

„Ég held í alvöru að Kardashian systur væru bara sáttar og þær eiga fullt,“ sagði hann. Þetta risastóra fataherbergi hafði áður verið svefnherbergi, en fyrri eigendur ákváðu að breyta því í fataherbergi.

Innan af hjónasvítunni er einnig baðherbergi. Þar eru að sjálfsögðu tveir vaskar, eins og algengt er í Ameríku. Sindri veltir því fyrir sér hvort það sé ekki lægri tíðni af hjónaskilnuðum í Bandaríkjunum, sökum þess hve mikið pláss hver og einn hefur út af fyrir sig inni á heimilinu.

Þorbjörn hefur búið í Bandaríkjunum í þó nokkur ár og kann vel að meta þennan ameríska lífsstíl.

„Mér finnst þetta geggjað hérna en ég er alltaf jafn ánægður að fara heim í litlu góðu Hverafoldina til mömmu og pabba. Þetta er bara Kaninn og maður tekur þátt í þessu hérna úti.“

Klippa: Fataherbergi sem Kardashian systur væru stoltar af

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.