Svíar smeykir við að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 13:30 Svíar eru hvattir til að láta lítið fyrir sér fara í Istanbúl þessa dagana og spurning hvernig því yrði tekið ef Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, veifaði þar sænska fánanum í byrjun mars. Getty/Alexander Hassenstein Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð. Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira
Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira