Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. janúar 2023 06:54 Takmörkuð umræða virðist hafa farið fram á stjórnarheimilinu um ákvörðun dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent