„Þetta er húseigandans að passa upp á“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 15. janúar 2023 20:35 Sigrún Þorsteinsdóttir forvarnafulltrúi VÍS brýnir fyrir húseigendum að fjarlægja klaka og grýlukerti af þakköntum. Samsett/Vísir/SteingrímurDúi Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi
Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12
Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08