Myndband þar sem White og eiginkona hans, Anne White, sáust slá til hvors annars á skemmtistað í Mexíkó birtist á veraldarvefnum í byrjun ársins.
White baðst afsökunar á að hafa slegið Anne og sagðist ekki eiga sér neinar málsbætur. Í nýlegu viðtali sagðist hann þó ekki eiga von á refsingu og sagðist ekki vita hverju hún ætti að skila.
„Hverjar ættu afleiðingarnar að vera? Segð þú mér. Á ég að stíga frá borði í þrjátíu daga? Hvernig særir það mig? Ef ég hætti kemur það niður á fyrirtækinu og bardagamönnunum. Það kemur ekki niður á mér,“ sagði White sem hefur verið forseti UFC frá 2001.
White segist hafa gengist við mistökunum sem hann gerði en líklegast verði ekkert meira gert í málinu.
„Ég er að segja þér að þetta var rangt hjá mér en ég hef rætt mikið við Ari Emmanuel [eiganda UFC] og ESPN og enginn er ánægður með þetta, þar á meðal ég. En þetta er búið og gert og ég þarf að takast á við það. Öll gagnrýnin sem ég hef fengið á rétt á sér,“ sagði White.