Erlent

Fund­u tvær reik­i­stjörn­ur á líf­belt­i fjar­lægs dvergs

Samúel Karl Ólason skrifar
Tölvuteiknuð mynd af TOI 700 e og d.
Tölvuteiknuð mynd af TOI 700 e og d. NASA/JPL-Caltech/Robert Hurt

Geimvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur á sem eru á lífbeltinu svokallaða á braut um fjarlæga stjörnu. Báðar reikistjörnurnar eru á stærð við jörðina en ein þeirra fannst árið 2020.

Alls hafa fjórar reikistjörnur fundist á braut um svokallaðan rauðan dverg. Sólkerfið kallast TOI 700 og er í um hundrað ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar.

Umræddir vísindamenn beindu sjónaukum gervihnattar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) sem kallast Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, að sólkerfinu og með því að greina þegar ljósgeislun stjarna minnkar og hve mikið, er hægt að finna reikistjörnur á braut um þessar stjörnur, í fljótu máli sagt.

Með gögnum sem gervihnötturinn aflar geta vísindamenn einnig komist að því hve stórar þessar reikistjörnur eru og hve langan tíma það tekur þær að fara hring um stjörnuna.

Í tilkynningu á vef NASA segir að reikistjörnurnar á lífbeltinu kallist TOI 700 d og e. Vísindamennirnir segja að TOI 700 sé eitt af fáum sólkerfum þar sem vitað er af reikistjörnum á lífbeltinu. Því gæti það borgað sig að skoða það betur í framtíðinni.

Annað sólkerfi þar sem reikistjörnur hafa fundist á lífbeltinu er Trappist-1.

Lífbeltið táknar það svæði frá stjörnunni þar sem hægt er að finna vatn í fljótandi formi. Það er að segja að umræddar reikistjörnur eru ekki svo langt frá stjörnunni að allt vatn frýs og ekki svo nærri að allt vatn gufar upp.

TOI 700 b, innsta reikistjarna sólkerfisins fer hring um stjörnuna á hverjum tíu dögum. Hún er litlu minna en jörðin. TOI 700 c er 2,5 sinnum stærri en jörðin og fer hring um stjörnuna á sextán dögum. TOI 700 d er fimmtungi stærri en jörðin og fer hringinn á 37 dögum.

Sjá einnig: Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar

TOI 700 e og nýjasta reikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnuna er um tíu prósentum minni en jörðin og fer hringinn á 28 dögum.

Umræddir vísindamenn telja líklegt að fyrstu reikistjörnurnar tvær beini alltaf sömu hliðinni að stjörnunni og TOI 700 e geri það mögulega einnig.


Tengdar fréttir

Gæti sést til hala­­stjörnu með berum augum frá Ís­landi

Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram.

Stað­festa enda­lok Insig­ht-leið­angursins

Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið.

Fylgdust með skýja­fari á Títani með hjálp Webb

Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs.

Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars.

Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar

Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum.

Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð

Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×