Tískumerkin greiða minna en svarar framleiðslukostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 08:42 Vanefndir tískumerkjanna koma verst niður á starfsmönnum verksmiðjanna. epa/Monirul Alam Margar tískufataverslanir hafa greitt verksmiðjum í Bangladesh minna fyrir vörur en sem svarar framleiðslukostnaðinum. Sérfræðingur segir þetta koma niður á starfsmönnum verksmiðjanna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum. Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum.
Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira