Lífið samstarf

Karlalandslið Íslands mætir Spáni í kvöld, ertu með mann leiksins á Kristaltæru?

KKÍ

Íslenska karlalandsliðið leikur tvo risastóra landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er framundan í undankeppni HM 2023.

Landsliðið byrjaði á æfingum hér heima á mánudaginn og hefur leik í kvöld þegar Heims- og Evrópumeistarar Spánar koma í heimsókn í Laugardalshöllina og leika liðin kl. 19:45. Leikurinn verður í beinni á RÚV. Miðasala gengur vel á STUBB appinu en það stefnir í að það verði uppselt á leikinn.

Liðið ferðast svo út á morgun en seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 26. nóvember gegn Georgíu og verður hann leikinn í höfuðborginni Tbilisi og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma eða 20:00 í Georgíu og verður í beinni útsendingu á RÚV2. Bæði lið andstæðinga Íslands eru fyrna sterk, Spánn vann fyrri leik liðana í Pamplona í ágúst og urðu svo Evrópumeistarar um þrem vikum síðar. Georgía vann leik liðanna í nóvember 2022 í Laugardalshöll í hörkuleik með þrem stigum.

Mögulega getur lokaleikur liðsins gegn Georgíu orðið hreinn úrslitaleikur um 3. sætið en Ísland þarf þá að sigra með +4 stiga mun ef að önnur úrslit falla með okkur. Með þeim sigri næði Ísland að tryggja sér lokasætið á HM næsta sumar en Ítalía og Spánn eru búin að tryggja sér fyrstu tvö sætin í riðlinum.

Undakeppni EM í körfubolta

Ísland – Spánn fimmtudaginn 23.febrúar klukkan 19:45 í Laugardalshöll.

Ert þú með mann leiksins á kristaltæru?

Kjóstu Kristalsleikmanninn, þann leikmann íslenska landsliðsins sem þér finnst hafa staðið sig best í leiknum.

Þessi grein er gerð í samstarfi við KKÍ og Kristal.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.