Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda hússins, vinstra megin á myndinni. Vísir Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali. Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali.
Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?