Lífið samstarf

Færð þú gullmiðann? Vegleg gjafabréf leynast í jóladagatölum Elira

Elira
Teldu niður til jóla með spennandi snyrtivörum. Í nokkrum jóladagatölum Elira leynast gullmiðar sem eru gjafabréf.  Stærsti gullvinningurinn er helgarnámskeið í förðun fyrir tvo hjá Studio Hörpu Kára að verðmæti 70.000 kr.
Teldu niður til jóla með spennandi snyrtivörum. Í nokkrum jóladagatölum Elira leynast gullmiðar sem eru gjafabréf.  Stærsti gullvinningurinn er helgarnámskeið í förðun fyrir tvo hjá Studio Hörpu Kára að verðmæti 70.000 kr.

Jóladagatöl fyrir fullorðna fólkið eru ekki síður vinsæl en barnadagatölin sem allir þekkja. Af ýmsu er að taka, en snyrtivöruverslunin Elira býður upp á stórglæsilegt snyrtivörudagatal fyrir þessi jól.

 Dagatalið inniheldur 24 fallegar gjafir sem eru einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Þar má meðal annars finna andlitskrem, maska, ilmsprey, augnblýant og varalit.

Einnig leynast svokallaðir gullmiðar í nokkrum dagatalanna sem sem gefa vinninga. Vinningarnir eru t.d. förðun og litun og plokkun hjá Elira og stærsti vinningurinn er helgarnámskeið í förðun fyrir tvo hjá Studio Hörpu Kára að verðmæti 70.000 kr.

Dagatalið kostar 34.990 kr. og inniheldur vörur að verðmæti 90.000 kr.

Tryggðu þér eintak á www.elira.is eða kíktu í Eliru í Smáralind og nældu þér í eintak til að njóta aðventunnar enn betur.

Takmarkaður fjöldi í boði.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.