Sport

Rosa­leg gretta en stöngin fór upp: Þuríður Erla vann örugg­lega i Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þuríður Erla Helgadóttir tók vel á því á Swiss Throwdown CrossFit mótinu um helgina og á endanum átti engin önnur kona möguleika í hana.
Þuríður Erla Helgadóttir tók vel á því á Swiss Throwdown CrossFit mótinu um helgina og á endanum átti engin önnur kona möguleika í hana. Instagram/@thurihelgadottir

Þuríður Erla Helgadóttir var langhraustust allra á Swiss Throwdown CrossFit mótinu um helgina og vann þar yfirburðasigur.

Þuríður Erla keppti á heimsleikunum í haust og náði þar bestum árangri íslenskra kvenna þegar hún náði 22. sætinu.

Hún kláraði keppnisárið 2022 með þessum flotta sigri á heimavelli sínum en Þuríður Erla æfir hjá CrossFit Zug í Sviss.

Þuríður Erla endaði með níu stig þar sem markmiðið var að vera með fæst stig. Hún var fjórtán stigum á undan næstu konu sem var Nicole Heer. Mest (minnst) var hægt að fá sex stig og því var þetta nánsst fullkomið hjá okkar konu.

Þuríður vann fimm af sex greinum keppninnar og sigur hennar var því mjög sannfærandi.

Í lokin á síðustu greininni var hún spurð um framhaldið og þar kom í ljós að Þuríður Erla er með boð um að taka þátt í Wodapalooza mótinu í Miami í janúar en er ekki búin að ákveða hvort hún keppi þar.

Þuríður Erla setti meðal annars nýtt persónulegt met í réttstöðulyfta á mótinu með því að lyfta 155 kílóum. Hún bætti sig þar um þrjú kíló.

Þuríður Erla setti inn myndband af metlyftunni og bauð þar upp á rosaleg grettu en stöngin fór upp og okkar kona var skiljanlega mjög kát á eftir. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×