Spurði Anníe Mist hvort hún væri ófrísk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágústmánuði 2020. Skjámynd/Instagram/@ Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur áður skrifað um það að hún sé viðkvæm fyrir því hvernig maginn hennar lítur út, eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Það hjálpar heldur ekki til að vera að fá sífelldar athugasemdir um hvernig maginn hennar lítur út. Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira