Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. nóvember 2022 16:00 Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð. Carsten Koall/Getty Images Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024. Þýskaland Kannabis Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira