Bíó og sjónvarp

Súperman hefði getað verið glitrandi vampíra

Elísabet Hanna skrifar
Henry Cavill var fyrsta val rithöfundar Twilight bókanna sem Edward Cullen.
Henry Cavill var fyrsta val rithöfundar Twilight bókanna sem Edward Cullen. Getty/Theo Wargo

Súperman leikarinn Henry Cavill var fyrsta val rithöfundarins Stephanie Meyer sem hinn fullkomni Edward Cullen. Þessu greindi hún frá í bloggfærslu árið 2007 þegar hún seldi réttinn á Twilight bókunum, sem hún skrifaði.

Í hlaðvarpinu Happy Sad Confused segist Henry ekki hafa verið afbrýðisamur út í leikarann Robert Pattinson, sem að hlaut hlutverkið. Hann vissi ekki til þess að hann hafi átt möguleika á því að fá það fyrr en eftir að fyrsta myndin kom út. Henry segir netheiminn ekki hafa verið jafn hraðann þá og hann er í dag. „Ég komst bara að því eftir á og hugsaði með mér okei, það hefði verið töff,“ segir hann. 

Robert Pattinson fékk hlutverkið sem Edward Cullen. Nýlega tók hann einnig að sér að leika Batman.Getty/Lia Toby

Í bloggfærslunni sem um ræðir sagði rithöfundurinn Stephanie: „Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að missa hinn fullkomna Edward,“ en það sagði hún eftir að Summit Entertainment keypti réttinn að bókunum. 

„Henry Cavill er núna 24 ára, höfum þögn um stund og syrgjum það,“ sagði hún einnig og reyndi jafnvel að stinga upp á því að fá hann til að leika hlutverk Carlile ef aldurinn væri að trufla.

Reyndi við Cedric Diggory

Þetta er ekki fyrsta hlutverkið sem Henry hefði getað fengið sem endaði hjá Robert. Hann fór í prufur fyrir hlutverk Cedrics Diggory sem kom fram í fjórðu Harry Potter myndinni. „Já ég man eftir því. Ég fór pott þétt í prufur fyrir það og fékk það ekki,“ segir hann. 

„Prufan gæti hafa farið vel, hún gæti hafa farið hræðilega. Ég er viss um að einhver þarna úti á myndefni sem er vonandi á bak við lás og slá og mun aldrei sjást.“


Tengdar fréttir

Taylor trú­lofast Taylor

Leikarinn og Twilight-stjarnan Taylor Lautner er trúlofaður kærustu sinni sem heitir því skemmtilega nafni Taylor Dome. Hún er þó alltaf kölluð Tay, enda gæti annað valdið ruglingi.

Gaurinn át 16 egg á dag

Twilight stjarnan, Kellan Lutz, 26 ára, leikur Poseidon, sem er grískt vöðvastælt goð, kvikmyndinni Immortals ásamt leikurunum Henry Cavill og Mickey Rourke...

Henry Ca­vill snýr aftur sem Super­man

Breski stórleikarinn Henry Cavill kemur til með að leika Clark Kent og ofurhetjuna Superman, í næstu kvikmynd um illmennið Black Adam. Cavill hefur ekki klætt sig í búninginn síðan árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×