Stóru karlarnir Brady og Rodgers litlir í sér eftir helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 10:30 Tom Brady og Aaron Rodgers hafa báðir tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið. Það hefur aldrei gerst áður að þeir séu báðir í þeirri stöðu á sama tíma eftir sjö leiki. Samsett/Getty Tom Brady og Aaron Rodgers eru tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar og því vekur mikla athygli vandræðalega léleg frammistaða þeirra og liða þeirra þessa vikurnar. Aðra helgina í röð gengu þessar goðsagnir af velli með skottið milli lappanna. Í gær töpuðu lið þeirra, Tampa Bay Buccaneers og Green Bay Packers, á móti liðum sem eru að flestra mati í hópi þeirra lélegustu í deildinni. Það er ekki nóg með að bæði liðin þurftu að stilla upp varaleikstjórnanda í leikjum sínum á móti þessum stóru körlum. We might get a brady/Rodgers retirement after this season pic.twitter.com/lyYkPOQsGY— RAIDER ART (@Raider4Life559) October 24, 2022 Það fór hins vegar ekki vel fyrir Brady og Rodgers. Rodgers náði reyndar að bjóða upp á smá spennu en Packers liðið tapaði á endanum 23-21 fyrir Washington Commanders. Brady og félagar steinlágu hins vegar 21-3 á móti Carolina Panthers, liði sem hafði nokkrum dögum áður skipt frá sér sínum besta manni. Green Bay Packers tapaði þarna þriðja leiknum í röð en vikurnar á undan hafði liðið tapað á móti New York Giants (22-27) og New York Jets (10–27). Fyrir þann tíma hafði Packers aldrei tapað tveimur leikjum í röð undir stjórn Matt LaFleur. Gerðist síðast 2002 Tampa Bay Buccaneers tapaði sínum öðrum leik í röð og alls sínum fjórða leik af síðustu fimm. Þetta var aðeins í fimmta sinn á meira en tveggja áratuga ferli Brady þar sem liðið hans skorar þrjú stig eða færri. Aðra helgina í röð var þeim spáð öruggum sigri en aðra helgina í röð var uppskera háðslegt tap. Aðeins einu sinni áður á ferlinum hefur Brady tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið í fyrstu sjö umferðunum og það var fyrsta tímabilið hans árið 2002. Tom Brady has started a season 3-4 for the first time since 2002. pic.twitter.com/tA4zjoqNCH— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 23, 2022 „Það líður engum vel með stöðuna sem við erum í eða hvernig við höfum spilað. Við verðum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði hinn 45 ára gamli Tom Brady eftir leikinn. Rodgers er þó sjö árum yngri en þetta er í fyrsta sinn á hans löngum ferli þar sem lið hans hefur tapað fleiri leikjum en það hefur unnið eftir sjö umferðir. Giants liðið á mikilli sigurgöngu New York Giants hélt sigurgöngu sinni áfram með naumum sigri á Jacksonville Jaguars (23-17) en liðið hefur nú unnið sex af sjö leikjum sínum. Nágrannarnir í New York Jets unnu líka sinn fjórða leik í röð og New York liðin eru því bæði í góðum málum. Giants liðið hefur spilað hvern spennuleikinn á fætur öðrum og varð fyrsta liðið til að vinna sex af fyrstu sjö leikjunum þar sem munurinn hefur aldrei verið meira en átta stig. Dak Prescott sneri aftur hjá Dallas Cowboys og liðið vann en það var einkum þökk sé frábærum varnarleik frekar en góðum leik leikstjórnandans. Joe Burrow spilaði frábærlega í 35-17 sigri Cincinnati Bengals á Atlanta Falcons en Burrow og félagar eru aftur farnir að minna á liðið sem fór alla leið í Super Bowl á síðasta tímabili. Kansas City Chiefs vann 44–23 útisigur á San Francisco 49ers í stórleik dagsins en 49ers tefldu fram hlauparanum Christian McCaffrey í þessum leik. Útherjinn Mecole Hardman varð sá fyrsti á tíma Super Bowl til að skora tvö snertimörk með því að hlaupa með boltann í markið en hann skoraði eitt snertimark að auki eftir sendingu frá Patrick Mahomes. Career ranks through 6 games for Brady & Rodgers: pic.twitter.com/jUrHoOMkXy— @ (@FTBeard7) October 17, 2022 Úrslitin í viku sjö: Cardinals-Saints 42-34 Ravens-Browns 20 23-0 Panthers-Buccaneers 21-3 Bengals-Falcons 35-17 Cowboys-Lions 24-6 Titans-Colts 19-10 Giants-Jaguars 23-17 Commanders-Packers 23-21 Raiders-Texans 38-20 Jets-Broncos 16-9 Chiefs-49ers 44-23 Seahawks-Chargers 37-23 Steelers-Dolphins 10-16 NFL Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Í gær töpuðu lið þeirra, Tampa Bay Buccaneers og Green Bay Packers, á móti liðum sem eru að flestra mati í hópi þeirra lélegustu í deildinni. Það er ekki nóg með að bæði liðin þurftu að stilla upp varaleikstjórnanda í leikjum sínum á móti þessum stóru körlum. We might get a brady/Rodgers retirement after this season pic.twitter.com/lyYkPOQsGY— RAIDER ART (@Raider4Life559) October 24, 2022 Það fór hins vegar ekki vel fyrir Brady og Rodgers. Rodgers náði reyndar að bjóða upp á smá spennu en Packers liðið tapaði á endanum 23-21 fyrir Washington Commanders. Brady og félagar steinlágu hins vegar 21-3 á móti Carolina Panthers, liði sem hafði nokkrum dögum áður skipt frá sér sínum besta manni. Green Bay Packers tapaði þarna þriðja leiknum í röð en vikurnar á undan hafði liðið tapað á móti New York Giants (22-27) og New York Jets (10–27). Fyrir þann tíma hafði Packers aldrei tapað tveimur leikjum í röð undir stjórn Matt LaFleur. Gerðist síðast 2002 Tampa Bay Buccaneers tapaði sínum öðrum leik í röð og alls sínum fjórða leik af síðustu fimm. Þetta var aðeins í fimmta sinn á meira en tveggja áratuga ferli Brady þar sem liðið hans skorar þrjú stig eða færri. Aðra helgina í röð var þeim spáð öruggum sigri en aðra helgina í röð var uppskera háðslegt tap. Aðeins einu sinni áður á ferlinum hefur Brady tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið í fyrstu sjö umferðunum og það var fyrsta tímabilið hans árið 2002. Tom Brady has started a season 3-4 for the first time since 2002. pic.twitter.com/tA4zjoqNCH— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 23, 2022 „Það líður engum vel með stöðuna sem við erum í eða hvernig við höfum spilað. Við verðum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði hinn 45 ára gamli Tom Brady eftir leikinn. Rodgers er þó sjö árum yngri en þetta er í fyrsta sinn á hans löngum ferli þar sem lið hans hefur tapað fleiri leikjum en það hefur unnið eftir sjö umferðir. Giants liðið á mikilli sigurgöngu New York Giants hélt sigurgöngu sinni áfram með naumum sigri á Jacksonville Jaguars (23-17) en liðið hefur nú unnið sex af sjö leikjum sínum. Nágrannarnir í New York Jets unnu líka sinn fjórða leik í röð og New York liðin eru því bæði í góðum málum. Giants liðið hefur spilað hvern spennuleikinn á fætur öðrum og varð fyrsta liðið til að vinna sex af fyrstu sjö leikjunum þar sem munurinn hefur aldrei verið meira en átta stig. Dak Prescott sneri aftur hjá Dallas Cowboys og liðið vann en það var einkum þökk sé frábærum varnarleik frekar en góðum leik leikstjórnandans. Joe Burrow spilaði frábærlega í 35-17 sigri Cincinnati Bengals á Atlanta Falcons en Burrow og félagar eru aftur farnir að minna á liðið sem fór alla leið í Super Bowl á síðasta tímabili. Kansas City Chiefs vann 44–23 útisigur á San Francisco 49ers í stórleik dagsins en 49ers tefldu fram hlauparanum Christian McCaffrey í þessum leik. Útherjinn Mecole Hardman varð sá fyrsti á tíma Super Bowl til að skora tvö snertimörk með því að hlaupa með boltann í markið en hann skoraði eitt snertimark að auki eftir sendingu frá Patrick Mahomes. Career ranks through 6 games for Brady & Rodgers: pic.twitter.com/jUrHoOMkXy— @ (@FTBeard7) October 17, 2022 Úrslitin í viku sjö: Cardinals-Saints 42-34 Ravens-Browns 20 23-0 Panthers-Buccaneers 21-3 Bengals-Falcons 35-17 Cowboys-Lions 24-6 Titans-Colts 19-10 Giants-Jaguars 23-17 Commanders-Packers 23-21 Raiders-Texans 38-20 Jets-Broncos 16-9 Chiefs-49ers 44-23 Seahawks-Chargers 37-23 Steelers-Dolphins 10-16
Úrslitin í viku sjö: Cardinals-Saints 42-34 Ravens-Browns 20 23-0 Panthers-Buccaneers 21-3 Bengals-Falcons 35-17 Cowboys-Lions 24-6 Titans-Colts 19-10 Giants-Jaguars 23-17 Commanders-Packers 23-21 Raiders-Texans 38-20 Jets-Broncos 16-9 Chiefs-49ers 44-23 Seahawks-Chargers 37-23 Steelers-Dolphins 10-16
NFL Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira