Kílómetrahá flóðbylgja við áreksturinn sem grandaði risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 21:00 Loftsteinninn sem grandaði risaeðlunum hefur verið kenndur við Chicxulub í Mexíkó. Vísindamennirnir gáfu sér að hann hefði verið rúmlega fjórtán kílómetrar að þvermáli og eðlismassi hans hafi verið meira en 2,6 tonn á rúmmetra. Vísir/Getty Ógurleg flóðbylgja, hátt í tveggja kílómetra há, fylgdi í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina sem grandaði risaeðlunum fyrir tugum milljóna ára. Ný hermun tölvulíkans bendir til þess að flóðbylgjan hafi náð yfir alla jörðina. Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára. Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára.
Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34