Sterka amman áfram sú sterkasta í heimi: Elsa varði HM-titilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 08:31 Elsa Pálsdóttir með öll verðlaunin sem hún vann á heimsmeistaramótinu og svo auðvitað Íslands spjaldið líka. Fésbókin Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitilinn sinn á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem stendur þessa dagan yfir í St. Johns í Kanada. Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki. Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki.
Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira