Sport

Dagskráin í dag: Man. Utd á Kýpur og Subway-deildin hefst með stórleik

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur þegar skorað í Evrópudeildinni á leiktíðinni og gæti gert hið sama á Kýpur í dag.
Cristiano Ronaldo hefur þegar skorað í Evrópudeildinni á leiktíðinni og gæti gert hið sama á Kýpur í dag. Getty

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem sýndar verða meðal annars beinar útsendingar frá leikjum í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í fótbolta, og úr fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Körfuboltinn verður í aðalhlutverki á Stöð 2 Sport þar sem dagskráin hefst á Subway Körfuboltakvöldi kvenna áður en við taka beinar útsendingar frá leikjum Þórs Þ. og Breiðabliks, og svo Íslandsmeistara Vals við bikarmeistara Stjörnunnar. Leikirnir eru svo gerðir upp í Tilþrifunum klukkan 22.

Stöð 2 Sport 2

Í Evrópudeildinni tekur Omonia á móti Manchester United á Kýpur klukkan 16.45 og í kjölfarið verður hægt að fylgjast með leik Hearts og Fiorentina í Sambandsdeildinni.

Stöð 2 Sport 3

Rauða stjarnan og Ferencvaros eigast við í Evrópudeildinni klukkan 16.45 og þar á eftir mætast Villarreal og Austria Vín, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Stöð 2 Sport 4

West Ham sækir svo Anderlecht heim í Sambandsdeildinni og er sá leikur sýndur á Stöð 2 Sport 4 klukkan 16.45.

Stöð 2 Sport 5

Golfið er á Stöð 2 Sport 5 þar sem sýnt verður frá acciona Open de Espana á DP World Tour.

Stöð 2 Esport

Á rafíþróttarásinni er svo bein útsending frá Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt verður í CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×