Innlent

Þór­gnýr nýr upp­lýsinga­full­trúi ÖBÍ

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þórgnýr Einar Albertsson er nýr upplýsingafulltrúi ÖBÍ.
Þórgnýr Einar Albertsson er nýr upplýsingafulltrúi ÖBÍ.

Þórgnýr Einar Albertsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Þórgnýr hefur þegar hafið störf.

Sem upplýsingafulltrúi mun Þórgnýr meðal annars sjá um upplýsingamiðlun, samfélagsmiðla og samskipti við fjölmiðla fyrir hönd bandalagsins.

Síðustu átta ár hefur Þórgnýr starfað við blaða- og fréttamennsku, fyrst hjá Fréttablaðinu, svo hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi og nú síðast hjá RÚV. Þórgnýr er með BA-gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.

„Ég er ákaflega spenntur fyrir því að hefjast handa og vinna með öllu því frábæra fólki sem starfar hjá ÖBÍ að fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum,“ er haft eftir Þórgný í tilkynningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.