Fótbolti

Glódís hélt hreinu gegn Bremen | Cecilía mætt aftur

Atli Arason skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München.
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München. Getty

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern og lék allan leikinn í 3-0 sigri gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á meðal varamanna Bayern í leiknum og sat hún allan leikinn á varamannabekknum. Er þetta í fyrsta skipti sem Cecilía er í leikmannahóp frá því að hún puttabrotnaði á æfingu með íslenska landsliðinu á EM í sumar.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern í dag vegna meiðsla aftan í læri.

Giulia Gwinn, Jovana Damnjanovic og Linda Dallmann skoruðu mörk Bayern München í leiknum.

Bayern fer upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en Bayern er nú með fjögur stig eftir tvo leiki. Werder Bremen er á sama tíma í 8. sæti með eitt stig eftir jafn marga leiki.


Tengdar fréttir

Æfði sex sinnum í viku, var í þyngingar­vesti og tók mörg hundruð út­spörk á dag

Þó hin 19 ára gamla Ceciía Rán Rúnarsdóttir sé um þessar mundir á meiðslalistanum þá hefur hún náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Fótboltavefurinn GOAL telur hana eina af efnilegri leikmönnum heims og fór nýverið yfir uppgang þessa öfluga markvarðar sem í dag er samningsbundin þýska stórveldinu Bayern München.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.