Lögreglan hyggst halda annan blaðamannafund í vikunni.Vísir/Vilhelm
Annar blaðamannafundur verður haldinn í vikunni vegna rannsóknar lögreglu á skipulagningu hryðjuverks og vopnaframleiðslu. Blaðamannafundur var haldinn vegna málsins á fimmtudag en rannsókn málsins er í fullum gangi.
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að rannsókn yfir mönnunum sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, sem átti meðal annars að beinast gegn lögreglu, sé í eðlilegum farvegi.
Lögreglu sé ekki unnt að veita viðtöl vegna málsins í dag, þar sem hún vinni öllum stundum að rannsókn málsins. Karl Steinar sagði í samtali við fréttastofu í gær að tími lögreglu til rannsóknarinnar sé mjög takmarkaður þar sem gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á miðvikudag. Gera má þó ráð fyrir að lögregla muni fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds en til þess að dómstólar fallist á það þarf lögregla að öllum líkindum að leggja fram nýjar upplýsingar í málinu framlengdu gæsluvarðhaldi til stuðnings.
Annar maðurinn var síðastliðinn miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald en varðhald yfir hinum manninum varir í tvær vikur. Lögregla óskað eftir tveggja vikna varðhaldi yfir þeim báðum en Héraðsdómur Reykjavíkur féllst aðeins á það í tilviki annars mannsins.
Lögregla fór fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverks. Héraðsdómur féllst aðeins á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra en úrskurðaði hinn í einnar viku gæsluvarðhald.
Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans.
Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.