Sport

Dag­skráin í dag: Besta, NFL, BLAST Premi­er og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aaron Rodgers og félagar eru í beinni í dag.
Aaron Rodgers og félagar eru í beinni í dag. Stacy Revere/Getty Images

Það er svo mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag að það er varla hægt að telja það allt upp. Alls eru 17 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.30 hefjast Bestu mörkin – Red Zone en þar verður farið yfir allt það sem gerist í leikjum dagsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Alls eru fjórir leikir á dagskrá, þar af þrír sem hefjast klukkan 14.00.

Klukkan 20.00 eru Bestu mörkin svo á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Keflavík þar sem heimakonur taka á móti ÍBV í Bestu deildinni.

Klukkan 17.00 hefst leikur Miami Dolphins og Buffalo Bills í NFL-deildinni. Klukkan 20.00 er leikur Tampa Bay Buccaneers og Green Bay Packers í söm deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 13.00 er Opna írska kvenna í golfi á dagskrá. Klukkan 16.20 er svo komið að spænska ofurbikarnum í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Selfossi þar sem heimakonur taka á móti Breiðabliki í Bestu deild kvenna.

Klukkan 16.00 er Walmbart NW Arkansas-meistaramótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 11.30 er Opna franska í golfi á dagskrá. Klukkan 16.00 hefst Forsetabikarinn í golfi á nýjan leik.

Stöð 2 ESport

Klukkan 10.00 hefst fyrri undanúrslitaleikur í BLAST Premier. Klukkan 13.00 hefst svo síðari undanúrslitaleikur dagsins. Klukkan 17.00 hefst úrslitaleikur mótsins. Klukkan 21.00 er komið að Sandkassanum.

Besta rásin

Klukkan 15.55 hefst útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna.

Besta rásin 2

Klukkan 13.55 hefst útsending frá Laugardalnum þar sem Þróttur Reykjavík mætir KR í Bestu deild kvenna
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.