Hágrétu eftir síðasta leik Federer á ferlinum: „Gæti ekki verið hamingjusamari“ Atli Arason skrifar 24. september 2022 09:47 Roger Federer og Rafael Nadal leyndu ekki tilfinningum sínum eftir lokaleik Federer. Tom Jenkins/The Guardian Svisslendingurinn Roger Federer lauk í nótt 24 ára löngum tennisferli með tapi í tvíliðaleik ásamt Rafael Nadal á Laver-bikarnum í Englandi. Tilfinningarnar báru flesta viðstadda ofurliði í leikslok. Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira